Fréttasafn
19. desember 2016
Ísland í 2. sæti á heimsvísu í upplýsingatækni og fjarskiptum skv. skýrslu Alþjóðafjarskiptasambandsins.
Nánar
Alþjóðafjarskiptasambandið hefur gefið út árlega skýrslu sína um stöðu og þróun upplýsingasamfélagsins í ríkjum heimsins.
14. desember 2016
Kallað eftir samráði um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir bitastraumsþjónustu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið yfirferð á kostnaðargreiningu Mílu ehf. á bitastraumsþjónustu fyrirtækisins. Þær vörur sem umrædd greining Mílu fjallar um tilheyra heildsölumarkaði fyrir bitastraumsaðgang sem er markaður nr. 5 samkvæmt tilmælum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá árinu 2008.
13. desember 2016
Skýrsla PFS um Jöfnunarsjóð alþjónustu fyrir árið 2015
Nánar
Út er komin skýrsla Póst- og fjarskiptastofnunar um jöfnunarsjóð alþjónustu fyrir árið 2015.
9. desember 2016
Fjarskiptasjóður opnar fyrir umsóknir vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017
Nánar
Fjarskiptasjóður hefur birt frétt á vef sínum þar sem opnað er fyrir umsóknir vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017. Mikil áhersla er lögð á hagkvæma samlegð með öðrum mögulegum veituframkvæmdum og nýtingu fyrirliggjandi innviða.
8. desember 2016
Yfirlit PFS yfir bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts vegna ársins 2015
Nánar
Íslandspóstur ohf. (ÍSP) hefur afhent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) sundurliðaðar bókhalds- og fjármálaupplýsingar vegna rekstrarársins 2015. Þetta er gert í samræmi við ákvæði 18. gr. laga nr. 19/2002 um póstþjónustu og reglugerðar nr. 313/2005 um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekenda.
7. desember 2016
Samráð um skilmála viðmiðunartilboðs Mílu fyrir bitastraumsaðgang
Nánar
Þann 9. júní sl. efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs um drög Mílu að skilmálum uppfærðs viðmiðunartilboðs um bitastraumsaðgang.
5. desember 2016
Úrskurðarnefnd hafnar kröfu Útvarps Sögu um frestun réttaráhrifa.
Nánar
Með úrskurði 2. desember sl. hafnaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála kröfu Útvarps Sögu um frestun réttaráhrifa ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 15/2016.
24. nóvember 2016
Vegna villandi fréttaflutnings af tíðnimálum Útvarps Sögu
Nánar
Vegna umræðu og fréttaflutnings undanfarið af tíðnimálum Útvarps Sögu vill Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ítreka eftirfarandi staðreyndir í málinu: Útvarp Saga er með heimild til að nota tíðnina 99,4 MHz á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er verið að svipta Útvarp Sögu tíðninni 102,1 MHz enda er stöðin ekki með heimild til að nota hana. Í maí 2015 fékk Útvarp Saga leyfi til að prófa þessa tíðni tímabundið og sá tími er löngu liðinn.