Fréttasafn
1. mars 2017
Skýrsla frá Íslandspósti um áhrif þess að fækka dreifingardögum í sveitum
Nánar
Íslandspóstur hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun skýrslu þar sem farið er yfir áhrif þess að fækka dreifingardögum í dreifbýli.
27. janúar 2017
PFS samþykkir beiðni Íslandspósts um hækkun gjaldskrár fyrir bréf innan einkaréttar (0 - 50 gr.)
Nánar
Hækkunin er fyrst og fremst til komin vegna magnminnkunar á bréfum innan einkaréttar auk kostnaðarhækkana vegna hækkunar launaliðar.
26. janúar 2017
Truflunum í radíókerfum heldur áfram að fjölga. Geta haft alvarlegar afleiðingar.
Nánar
Fjarskiptatruflanir geta haft alvarlegar afleiðingar, jafnvel gert hluta farneta ónothæf og haft áhrif á stóran hóp notenda. Ef um útbreidda truflun er að ræða getur hún haft áhrif á tugi eða hundruð notenda. Póst- og fjarskiptastofnun vaktar slíkar truflanir og grípur til aðgerða þegar þörf er á.
18. janúar 2017
Hlutfall línulegs áhorfs á íslenskar sjónvarpsstöðvar stendur í stað
Nánar
Ný skýrsla sem PFS hefur látið Gallup gera um hlutfall hliðraðs áhorfs sýnir litla breytingu milli ára.
13. janúar 2017
Rannsókn Póst- og fjarskiptastofnunar á öryggisatviki á vefsvæði Fjarskipta hf. lokið
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið ákvörðun nr. 24/2016 vegna öryggisatviks sem átti sér stað á vefsvæði Fjarskipta hf. í nóvember 2013. Í umræddu öryggisatviki var brotist inn á vefsvæði félagsins, vodafone.is, og þar stolið gögnum sem vistuð voru á gagnagrunnum félagsins og þau síðar birt opinberlega á internetinu.
6. janúar 2017
Dagsektir lagðar á 365 miðla vegna vanefnda á uppbyggingu háhraða farnets
Nánar
Á fyrri hluta árs 2013 tóku 365 miðlar ehf. þátt í uppboði Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) á tíðnum á 800 MHz tíðnisviðinu fyrir háhraða farnetsþjónustu. Félagið bauð í tvær tíðnir og hreppti þær báðar. Annars vegar var um að ræða svokallaða tíðniheimild A, en samkvæmt henni skyldi farnetsþjónusta með 10 Mb/s ná til 99,5% lögheimila og vinnustaða fyrir 31. desember 2016.
6. janúar 2017
Vodafone og Nova standast úttekt á öryggi fjarskiptaumferðarupplýsinga.
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið niðurstöður úr úttekt sem stofnunin lét gera í lok nýliðins árs á meðferð og öryggi fjarskiptaumferðarupplýsinga hjá Vodafone og Nova. Áður hafa verið gerðar úttektir á gagnagrunni Símans og verklagsreglum fjarskiptafélaganna um meðferð og eyðingu fjarskiptaumferðarupplýsinga.
6. janúar 2017
Framlengdur skilafrestur í samráði um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir bitastraumsþjónustu
Nánar
Þann 14. desember sl. kallaði Póst- og fjarskiptastofnun eftir samráði við hagsmunaaðila um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir bitastraumsþjónustu.