Fréttasafn
16. mars 2017
Umsókn Neyðarlínunnar um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu samþykkt
Nánar
Um er að ræða framlag vegna talsímaþjónustu á sviði neyðarþjónustu og neyðarsímsvörunar sem Neyðarlínunni hefur verið gert skylt að veita
10. mars 2017
Niðurstaða samráðs um þróun sjónvarpsmiðlunar og fjarskipta
Nánar
Þann 2. febrúar sl. efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs um þróun sjónvarpsmiðlunar og fjarskipta hér á landi. Teknar hafa verið saman helstu niðurstöður úr samráðinu
6. mars 2017
Alþjónusta ekki án takmarkana
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 5/2016 um fjarskiptasamband ábúanda í Strandasýslu. Málið varðar réttinn til alþjónustu á sviði fjarskipta, en erindi barst PFS frá ábúanda í Strandasýslu á Vestfjörðum þar sem óskað var eftir svörum við því hvenær von væri á síma- og háhraðatengingu líkt og allir landsmenn ættu rétt á.
2. mars 2017
Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um synjun á aukatíðni fyrir Útvarp Sögu
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 15/2016 frá 25. október sl. þar sem synjað er beiðni Útvarps Sögu um aukatíðni til notkunar á höfuðborgarsvæðinu og áskilið að útvarpsstöðin hætti notkun sinni á tíðninni 102,1 MHz
1. mars 2017
Varað við vefveiðum. Farið varlega við að smella á hlekki í tölvupósti.
Nánar
Vefveiðar hefjast yfirleitt með tölvupósti sem virðist koma frá þekktu fyrirtæki og er oft illmögulegt að greina fölsunina. Í póstinum er hlekkur sem leiðir notandann áfram á falska vefsíðu þar sem reynt er að blekkja notandann til að slá inn persónuupplýsingar s.s. notendanafn, lykilorð eða greiðslukortaupplýsingar. Falskar vefsíður eru einnig oft á tíðum vel gerðar og nánast eins og raunverulegar skráningarsíður fyrirtækjanna.
15. febrúar 2017
Nýtt viðmiðunartilboð Mílu fyrir leigulínur í heildsölu tekur gildi þann 1. mars nk.
Nánar
Með ákvörðun sinni nr. 3/2017 hefur Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) samþykkt að nýtt viðmiðunartilboð Mílu ehf. fyrir leigulínur í heildsölu taki gildi frá og með 1. mars nk.
13. febrúar 2017
Samráð vegna þróunar sjónvarpsmiðlunar og fjarskipta framlengt
Nánar
Skilafrestur umsagna í samráði vegna þróun sjónvarpsmiðlunar og fjarskipta hefur verið framlengdur til 24. febrúar nk.
2. febrúar 2017
Kallað eftir samráði um þróun sjónvarpsmiðlunar og fjarskipta
Nánar
Samráðið er til komið vegna ágreinings sem uppi hefur verið um túlkun fjölmiðlalaga nr. 38/2011, en samkvæmt VII kafla laganna er PFS falið eftirlitshlutverk um framkvæmd flutningsréttarreglna og annarra tengdra atriða sem varða samskipti fjölmiðlaveitu og fjarskiptafyrirtækja.