Fréttasafn
20. febrúar 2025
Opið samráð um stefnu Fjarskiptastofu um fyrirkomulag og framkvæmd eftirlits með net- og upplýsingaöryggi hjá fjarskiptafyrirtækjum, rekstraraðilum stafrænna grunnvirkja og veitendum stafrænnar þjónustu
Nánar
19. febrúar 2025
Úttekt á notkun vefþjónustuaðila á vefkökum – úrbóta þörf
Nánar
Fjarskiptastofa framkvæmdi úttekt á notkun á vefkökum hjá átta af vinsælum vefþjónustuaðilum hér á landi með það að markmiði að kanna fylgni við þær formkröfur sem gerðar eru fyrir notkun á vefkökum.
14. febrúar 2025
Samnýting jarðvinnuframkvæmda sem styrktar eru af fjarskiptasjóði
Nánar
Fjarskiptastofa minnir á að samkvæmt samningum fjarskiptasjóðs við sveitarfélög árið 2024, um styrki til jarðvinnuframkvæmda vegna ljósleiðaravæðingar þéttbýlisstaða, ber að gefa kost á samnýtingu framkvæmda í samræmi við 11. gr. skilmála fjarskiptasjóðs frá 2. júlí 2024 og 2. mgr. 8. gr. laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraðafjarskiptaneta nr. 125/2019.
10. febrúar 2025
Stjórnvaldssekt á Mílu fyrir ranga og ófullnægjandi upplýsingagjöf staðfest
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur úrskurðað í kærumáli nr. 4/2024 um stjórnvaldssekt sem Fjarskiptastofa lagði á Mílu fyrir ranga og ófullnægjandi upplýsingagjöf félagsins til stofnunarinnar í tengslum við markaðsgreiningu á heimtauga- og bitastraumsmarkaði sem lokið var við á síðasta ári. Í úrskurði sínum staðfestir úrskurðarnefnd sektarákvörðun Fjarskiptastofu, sbr. ákvörðun nr. 9/2024, bæði að efni til og formi.
31. janúar 2025
Niðurstaða úttektar á fjárhagslegum aðskilnaði Ljósleiðarans innan OR samstæðunnar
Nánar
Í lok síðasta árs tók Fjarskiptastofa (FST) ákvörðun nr. 15/2024 sem nú er birt vegna úttektar stofnunarinnar á framkvæmd á fjárhagslegum aðskilnaði Ljósleiðarans ehf. innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR).
21. janúar 2025
Yfirlit gagnabeiðna fyrir árið 2025
Nánar
Fjarskiptastofa sinnir fjölbreyttum verkefnum við framþróun fjarskiptamarkaðar. Hafa þessi verkefni m.a. það markmið að efla samkeppni neytendum til hagsbóta, auka aðgengi almennings að háhraða gagnaflutningsþjónustu og stuðla að öryggi fjarskiptaneta og auknum gæðum þjónustunnar.
20. desember 2024
Úrskurðarnefnd ógildir að hluta ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 2/2024
Nánar
Með úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála (ÚFP) í máli nr. 1/2024 þá voru þrjú af níu ákvörðunarorðum ákvörðunar Fjarskiptastofu (FST) nr. 2/2024 ógild.
20. desember 2024
Samráð um breytingar á skilyrðum tíðniheimilda
Nánar
Fjarskiptastofa efnir til samráðs um breytingar á skilyrðum tíðniheimilda. Um er að ræða tíðniheimildir Nova, Símans og Sýnar, fyrir ýmis tíðnisvið fyrir farnetsþjónustu, sem gefnar voru út árið 2023 og tíðniheimild Öryggisfjarskipta á 700 MHz tíðnisviði fyrir neyðar og öryggiskerfi sem gefin var út árið 2022.