Fréttasafn
28. apríl 2015
Íslandspóstur fær heimild til að loka póstafgreiðslu á Tálknafirði
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt beiðni Íslandspósts um heimild til að loka póstafgreiðslu í Vík á Tálknafirði. Í staðinn ætlar Íslandspóstur að nota póstbíll til að sinna þjónustu við íbúa svæðisins.
27. apríl 2015
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - ný tölfræðiskýrsla PFS
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú nýja tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað árin 2012 - 2014.
27. apríl 2015
Þráðlausir hljóðnemar á 700 MHz tíðnisviðinu þurfa hugsanlega að víkja. Kallað eftir samráði.
Nánar
Þeir sem hafa víkjandi heimildir fyrir þráðlausa hljóðnema á 700 MHz tíðnisviðinu eru hvattir til að taka þátt í yfirstandandi samráði um nýja tíðnistefnu fyrir háhraða farnetsþjónustu.
24. apríl 2015
Samráð við ESA um endurskoðun á gjaldskrá Símans hf. fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun drög að ákvörðun um gjaldskrá Símans hf. fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningu Símans hf. með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í ákvörðunardrögum stofnunarinnar.
24. apríl 2015
Framlengdur skilafrestur í samráði um heildsölugjaldskrá fyrir upphaf og lúkningu símtala í talsímanetum.
Nánar
Ákveðið hefur verið að framlengja skilafrest umsagna í samráði um heildsölugjaldskrá fyrir upphaf og lúkningu símtala í talsímanetum til 5. maí nk.
22. apríl 2015
Samráð um nýja tíðnistefnu fyrir háhraða farnetsþjónustu. M.a. breytingar á 700 MHz tíðnisviðinu.
Nánar
PFS birtir kallar eftir samráði um tíðnistefnu fyrir ákveðin tíðnisvið fyrir háhraðafarnetsþjónustu sem gilda skal frá 2015 til 2018.
17. apríl 2015
Varað við veikleika í Windows vefþjónum
Nánar
CERT-ÍS, netöryggissveit PFS hefur sent frá sér viðvörun vegna veikleika í Windows vefþjónum.
15. apríl 2015
PFS efnir til samráðs um verð og skilmála fyrir nýja bitastraumsþjónustu hjá Mílu
Nánar
Míla hefur óskað eftir heimild PFS fyrir fyrir breytingu á viðmiðunartilboði félagsins um bitastraumsaðgang að því er varðar nýja þjónustu, þ.e. ADSL+ og SHDSL+ tengingar á aðgangsleið 1.