Fréttasafn
2. júlí 2015
Verðlækkun 1. júlí sl. á notkun farsíma og netlykla í reiki innan evrópska efnahagssvæðisins
Nánar
Þann 1. júlí sl. lækkaði verð á notkun farsíma/netlykla í reiki innan Evrópu samkvæmt reglugerð ESB um verðþök á notkun farsíma og netlykla innan sambandsins. Íslenskir neytendur njóta góðs af reglugerðinni þar sem hún tekur einnig gildi hér í gegn um EES samninginn. Þannig gildir reglugerðin á evrópska efnahagssvæðinu öllu, þ.e. innan ESB og á Íslandi, í Noregi og Lichtenstein. Reglugerðin gildir ekki um símtöl og gagnanotkun utan þessara landa
2. júlí 2015
Símanúmerið 118 lokað frá og með 1. júlí. Þrír aðilar með upplýsingar um símanúmer
Nánar
Frá miðnætti þann 30. júní s.l. hefur ekki lengur verið hægt að fá upplýsingar um símanúmer í stuttnúmerinu 118. Frá þeim tíma veita þrír aðilar upplýsingar um símanúmer, Halló í símanúmerinu 1800, Já í símanúmerinu 1818 og Nýr valkostur í símanúmerinu 1819.
30. júní 2015
Yfirlit PFS vegna bókhaldslegs aðskilnaðar hjá Íslandspósti
Nánar
Með ákvörðun PFS nr. 18/2013, var gerð heildstæð úttekt á bókhaldslegum aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi Íslandspósts, en áður höfðu einstakir þættir þess komið til skoðunar m.a. í tengslum við samþykki stofnunarinnar á gjaldskrá innan einkaréttar. Úttekt stofnunarinnar tók til ársins 2011, en auk þess birtust til samanburðar niðurstöðutölur frá öðrum bókhaldsárum, einkum frá árunum 2009 og 2010.
23. júní 2015
Norræn tölfræðiskýrsla: Gagnanotkun í farnetum eykst hratt
Nánar
Í dag kemur út skýrsla sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og systurstofnanir hennar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa tekið saman um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu og þróun undanfarinna ára í löndunum átta. Þetta er sjötta árið í röð sem fjarskiptanotkun íbúa Norðurlandanna er borin saman og Eystrasaltslöndin hafa einnig verið með síðustu ár.
23. júní 2015
Samráð við ESA um markaðsgreiningu á markaði 7 (lúkning símtala í farsímanetum)
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum.
18. júní 2015
Skrifstofa PFS lokuð eftir hádegi föstudaginn 19. júní
Nánar
Skrifstofa PFS verður lokuð frá kl. 12 á hádegi föstudaginn 19. júní vegna hátíðahalda í tilefni aldarafmælis kosningaréttar kvenna.
15. júní 2015
Samráð við ESA um heildsölugjaldskrá fyrir upphaf og lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun varðandi heildsölugjaldskrá fyrir upphaf og lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum (markaðir 2 og 3) til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
11. júní 2015
Samráð við ESA um verð og skilmála fyrir nýja bitastraumsþjónustu hjá Mílu
Nánar
Drög að ákvörðun um verð og skilmála fyrir ADSL+ og SHDLS+ fyrirtækjatengingar á aðgangsleið 1. PFS hyggst samþykkja verð og skilmála Mílu.