Fréttasafn
27. ágúst 2015
Norrænar fjarskiptaeftirlitsstofnanir vilja aðlaga regluverk fjarskipta
Nánar
Norrænar fjarskiptaeftirlitsstofnanir hafa mótað sameiginlega afstöðu til tillagna framkvæmdastjórnar ESB um framtíðarfyrirkomulag fjarskiptamarkaðarins í Evrópu. Þessar tillögur ESB voru birtar í maí sl. og ganga undir nafninu Digital Single Market Strategy (DSM).
12. ágúst 2015
PFS samþykkir heildsölugjaldskrár Mílu á stofnlínumarkaði
Nánar
Í dag birtir Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fjórar ákvarðanir varðandi gjaldskrár Mílu á markaði fyrir stofnlínuhluta leigulína
12. ágúst 2015
Míla með markaðsráðandi stöðu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú ákvörðun sína varðandi markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína.
11. ágúst 2015
PFS kallar eftir samráði um heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í farsímanetum
Nánar
PFS hefur framkvæmt verðsamanburð til að ákvarða hámarksverð fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum sem gilda skulu á árinu 2016. Gert er ráð fyrir að verðið lækki úr 1,52 kr./mín. í 1,40 kr./mín. um næstu áramót.
31. júlí 2015
Fimm fyrirtæki útnefnd með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í farsímanetum
Nánar
PFS hefur útnefnt Símann hf., Fjarskipti ehf. (Vodafone), Nova ehf., IMC Ísland (Alterna) og 365 miðla ehf. (365) sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á markaði fyrir lúkningu símtala í GSM/2G, UMTS/3G, LTE/4G og leggur viðeigandi kvaðir á þau.
30. júlí 2015
Lækkun heildsöluverða á símtölum í fastanetinu
Nánar
Ákvörðun PFS kveður á um lækkun heildsöluverða fyrir upphaf og lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum. Lækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2016.
24. júlí 2015
Ársskýrsla netöryggissveitarinnar CERT-ÍS fyrir árið 2014 komin út
Nánar
Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-ÍS hefur sent frá sér skýrslu um starfsemi sína á árinu 2014.
16. júlí 2015
PFS birtir ákvörðun um forsendur og niðurstöður kostnaðargreiningar Íslandspósts
Nánar
Stofnunin birtir nú ákvörðun nr. 17/2015 um forsendur og niðurstöðu Íslandspósts ohf. á fjárhagslegri byrði vegna alþjónustuskyldna samkvæmt nýju LRAIC+ kostnaðarlíkani fyrirtækisins.