Fréttasafn
18. desember 2015
Ágreiningur Símans og Vodafone um Tímavél og Frelsi í sjónvarpi heyrir ekki undir PFS heldur dómstóla
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur tekið ákvörðun um að vísa frá kröfu Símans um að PFS skeri úr um hvort Tímavél Vodafone og Frelsi í sjónvarpi teljist línuleg eða ólínuleg myndmiðlun í skilningi fjölmiðlalaga.
16. desember 2015
Nýjar reglur um innanhússfjarskiptalagnir
Nánar
Nýjar reglur hafa tekið gildi um innanhússfjarskiptalagnir. Taka nýju reglurnar mið af þeirri tækniþróun sem átt hefur sér stað á fjarskipamarkaðnum.
16. desember 2015
Ísland í 3. sæti á heimsvísu í upplýsingatækni og fjarskiptum skv. skýrslu Alþjóðafjarskiptasambandsins.
Nánar
Alþjóðafjarskiptasambandið hefur gefið út árlega skýrslu sína um stöðu og þróun upplýsingasamfélagsins í ríkjum heimsins.
7. desember 2015
Óvissustig vegna veðurofsa. Fólk hlaði síma og tölvur til að vera viðbúið rafmagnsleysi.
Nánar
Mikilvægt er að hafa síma og snjalltæki hlaðin ef til rafmagnsleysis kemur í óveðrinu sem gengur yfir landið á næstu klukkustundum.
4. desember 2015
Úrskurðarnefnd staðfestir að Míla hafi brotið gegn kvöð um jafnræði og ekki staðið rétt að framkvæmdum við Ljósnetsvæðingu á Ísafirði
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun PFS nr. 34/2014 um að Míla hafi brotið gegn kvöð um jafnræði og ekki staðið rétt að framkvæmdum við Ljósnetsvæðingu á Ísafirði.
23. nóvember 2015
Samráð við ESA um viðmiðunartilboð Mílu fyrir Ethernetþjónustu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um viðmiðunartilboð fyrir MPLS-TP Ethernetþjónustu Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
23. nóvember 2015
Samráð við ESA um endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir Hraðbrautarsambönd
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun varðandi gjaldskrá Mílu fyrir Hraðbrautarsambönd til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Fyrirhuguð ákvörðun kemur í stað ákvörðunar PFS nr. 24/2015 varðandi endurskoðun á gjaldskrá Mílu fyrir Hraðbrautarsambönd en sú gjaldskrá tók gildi 1. október 2015. Niðurstaða kostnaðargreiningar á Hraðbrautarsamböndum er að leigugjald fyrir 1 Gb/s haldist óbreytt 95 þús. kr. á mánuði, en leigugjald fyrir 10 Gb/s lækki úr 160 þúsund kr. í 120 þúsund kr. á mánuði.
20. nóvember 2015
PFS vekur athygli á reglum um CE merkingar í framhaldi af dómi Héraðsdóms Reykjaness
Nánar
Öll fjarskiptatæki sem flutt eru til landsins eiga að vera CE merkt. CE merkið skal vera greinilegt á umbúðum og á tækjunum.