Fréttasafn
19. október 2015
Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS í kvörtunarmáli vegna lokunar símanúmers
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur með úrskurði sínum staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 1/2015 um að Vodafone hafi brotið gegn ákvæði 39. gr. fjarskiptalaga með breyttum forsendum.
15. október 2015
Ársskýrsla PFS fyrir árið 2014 komin út
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út ársskýrslu sína fyrir árið 2014. Í skýrslunni er farið yfir það helsta sem einkenndi starfsemi stofnunarinnar og starfssvið á því ári og litið til framtíðar á fjarskipta- og póstmarkaði.
12. október 2015
Þjónustulýsing PFS vegna uppbyggingar sveitarfélaga á háhraðanetum
Nánar
PFS hefur gefið út lýsingu á þeirri þjónustu sem stofnunin veitir í tengslum við uppbyggingu sveitarfélaga eða annarra opinberra aðila á háhraðanetum út frá ríkisaðstoðarreglum EES.
30. september 2015
Niðurstöður PFS úr samráði um tíðniskipulag fyrir farnetsþjónustur og áætlun um úthlutun tíðniheimilda
Nánar
PFS birtir niðurstöður samráðs um tíðniskipulag fyrir farnetsþjónustur og úthlutun viðeigandi tíðnisviða fyrir árin 2015-2018
29. september 2015
Tvær ákvarðanir um gjaldskrá Íslandspósts innan einkaréttar
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú tvær ákvarðanir sem báðar varða erindi frá Íslandspósti um hækkun á gjaldskrá innan einkaréttar.
29. september 2015
Samráð við ESA um verðsamanburð vegna lúkningarverða á markaði 7 (lúkning símtala í farsímanetum)
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7) til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
18. september 2015
PFS kallar eftir samráði um fyrirhugaða bráðabirgðaákvörðun um frestun verðhækkunar Mílu á 10 Gb/s Hraðbrautarsamböndum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú til meðferðar beiðni Mílu ehf. um að stofnunin taki bráðabirgðaákvörðun þess efnis að hækkun sú sem kveðið var á um á 10 Gb/s Hraðbrautarsamböndum í ákvörðun PFS nr. 24/2015, dags. 12. ágúst sl., taki ekki gildi þann 1. október nk. eins og til stóð.
15. september 2015
Auðveldari leit í úrlausnum á vef PFS
Nánar
Leitarvél fyrir úrlausnir, þ.e. ákvarðanir PFS og úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála hefur verið tekin í notkun á vef PFS.