Fréttasafn
15. júlí 2015
PFS samþykkir gjaldskrá og skilmála Mílu ehf. fyrir fyrir ADSL+ og SHDLS+ tengingar á aðgangsleið 1
Nánar
Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 18/2015 samþykkir stofnunin verð og skilmála Mílu ehf. fyrir ADSL+ og SHDLS+ tengingar á aðgangsleið 1. Verðin og skilmálarnir koma fram í nýjum viðauka við viðmiðunartilboð Mílu um bitastraumsaðgang, viðauka nr. 7C.
6. júlí 2015
Óheimilt að nota bræðisuðu við tengingu ljósleiðara í húskassa
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að Gagnaveitu Reykjavíkur hafi verið óheimilt að bræða saman strengenda ljósleiðaraheimtaugar við innanhúslögn í húskassa.
6. júlí 2015
Mikil fjölgun kvartana vegna óumbeðinna fjarskipta - breytt verklag PFS
Nánar
Á undanförnum árum hefur verið mikil fjölgun í kvörtunum sem berast PFS vegna óumbeðin fjarskipta aðila sem stunda markaðsstarf sitt með útsendingu tölvupósta, smáskilaboða eða í formi símhringinga.
2. júlí 2015
ESB samþykkir mikilvæga breytingu fyrir neytendur: Ódýrara að nota fartæki innan EES svæðisins frá 2017
Nánar
Stofnanir ESB samþykkja að íbúar ESB og þar með EES svæðisins munu geta notað fartæki sín á sama verði og heima þegar ferðast er innan svæðisins.
1. júlí 2015
Samráð við ESA um gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun varðandi gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
1. júlí 2015
Samráð við ESA um gjaldskrá Mílu vegna Ethernetþjónustu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun varðandi gjaldskrá Mílu fyrir Ethernetþjónustu (MPLS-TP) á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
1. júlí 2015
Samráð við ESA um endurskoðun á gjaldskrám Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun varðandi tvær gjaldskrár Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Annars vegar var um að ræða endurskoðun á leigulínugjaldskrá Mílu og hins vegar gjaldskrá Mílu fyrir hraðbrautarsambönd.
1. júlí 2015
Samráð við ESA um markaðsgreiningu á stofnleigulínumarkaði
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.