Fréttasafn
20. febrúar 2015
Áhrif símkortamáls í skoðun hjá PFS og fjarskiptafyrirtækjum
Nánar
Í framhaldi af fréttum um að brotist hafi verið inn hjá einum eða fleiri erlendum símkortaframleiðendum vill Póst- og fjarskiptastofnun koma eftirfarandi á framfæri: Umfang og málavextir eru enn óljósir hvað varðar áhrif þessa á Íslandi og vinnur stofnunin að því að greina málið í samvinnu við fjarskiptafyrirtækin og fleiri aðila.
16. febrúar 2015
Framlengdur samráðsfrestur vegna markaðsgreiningar á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína.
Nánar
PFS hefur ákveðið að framlengja frest hagsmunaaðila til að skila inn umsögnum og athugasemdum í samráði sem stofnunin kallaði eftir þann 23. desember sl. vegna markaðsgreiningar á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaði 14). Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er hér með framlengdur til þriðjudagsins 24. febrúar 2015.
9. febrúar 2015
Samráðsfrestur framlengdur vegna gjaldskrár Símans hf. fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja frest til að skila inn umsögnum og athugasemdum vegna fyrirhugaðrar gjaldskrár Símans hf. fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki. Athugasemdir hagsmunaaðila skulu berast stofnuninni á netfangið hulda(hjá)pfs.is, eigi síðar en föstudaginn 13. janúar n.k.
9. febrúar 2015
Viðvörun: Ekki smella hugsunarlaust á hlekki eða viðhengi í tölvupósti eða öðrum skilaboðum.
Nánar
Netöryggissveit PFS, CERT-ÍS, varar almenning og fyrirtæki við aukinni hættu á svokallaðri gagnagíslatöku. Þá senda glæpamenn hlekki eða viðhengi í tölvuskeytum eða skilaboðum sem, ef smellt er á, hleypa óværu inn í viðkomandi tölvu/smátæki og dulkóðar öll gögn sem þar er að finna. Síðan er krafist lausnargjalds til að opna fyrir gögnin. Undanfarið hefur færst mjög í vöxt að fyrirtæki og almenningur fái blekkingarskeyti í tölvupósti, skilaboðum á samfélagsmiðlum eða t.d. með SMS/MMS skilaboðum. Slík blekkingarskeyti eru oft mjög vel gerð og líta út fyrir að vera frá einstaklingi eða fyrirtæki sem móttakandi skeytisins telur sig þekkja, er í viðskiptum við eða frá öðrum aðilum sem fólk treystir. Þannig eykst hættan á að viðtakandinn smelli hugsunarlaust á hlekki í skeytinu eða opni viðhengi.
29. janúar 2015
Slökkt á hliðrænu sjónvarpsdreifikerfi RÚV mánudaginn 2. febrúar
Nánar
Mánudaginn 2. febrúar n.k. verða þau tímamót að slökkt verður alfarið á því hliðræna dreifikerfi RÚV sem notað hefur verið til að dreifa sjónvarpsefni Ríkisútvarpsins frá upphafi sjónvarpssendinga á Íslandi árið 1966. Í staðinn hefur verið tekið í notkun nýtt stafrænt dreifikerfi sem Vodafone hefur byggt upp fyrir RÚV. Þetta í við stefnu stjórnvalda sem kemur fram í fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011 - 2014. Með þessu er dreifingu sjónvarpsefnis á Íslandi nánast alfarið komin í stafræna tækni. Þeim sem hafa spurningar varðandi þessa breytingu er bent á upplýsingasíður RÚV og Vodafone.
22. janúar 2015
Fjölgun óumbeðinna fjarskipta – aukin fræðsla og breytt verklag
Nánar
PFS hefur ákveðið að gefa út leiðbeiningar um hvað telst til óumbeðinna fjarskipta, auk þess sem farið er stuttlega yfir það hvað felst í beinni markaðssetningu og hvað bannmerking í símaskrá þýðir.
13. janúar 2015
Úttekt PFS: Gögnum um fjarskiptaumferð eytt í samræmi við lög, en bæta má upplýsingagjöf til neytenda
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú fimm ákvarðanir í framhaldi af úttektum stofnunarinnar á verklagsreglum stærstu fjarskiptafyrirtækja hér á landi um meðferð persónuupplýsinga og eyðingu gagna um áskrifendur þeirra, sbr. ákvæði 42. gr. fjarskiptalaga. Um var að ræða úttektir hjá Fjarskiptum hf., Hringdu ehf., IP fjarskiptum ehf. (Tal), Nova ehf. og Símanum hf. Snýr ein ákvörðun að hverju fyrirtæki. Öll fjarskiptafyrirtækin stóðust úttekt Póst- og fjarskiptastofnunar. Sýna niðurstöðurnar að þrátt fyrir minniháttar frávik í einstaka tilfellum eyða fjarskiptafyrirtækin þeim persónuupplýsingum sem felast í gögnum um fjarskiptaumferð í samræmi við kröfur fjarskiptalaga
30. desember 2014
Ný og breytt kvöð á Mílu um aðgengi allra notenda að almenna fjarskiptanetinu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur með ákvörðun sinni nr. 40/2014 lagt nýja alþjónustukvöð á Mílu um að útvega notendum tengingu við almenna fjarskiptanetið. Gerðar eru umtalsverðar breytingar á þeirri alþjónustuskyldu sem hingað til hefur hvílt á Mílu, og þar áður Símanum, en kvöðin hefur verið nær óbreytt frá árinu 2005. Markmiðið með hinni nýju alþjónustukvöð er að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríkt hefur um lagningu ljósleiðara til heimila í dreifbýli. Þetta er gert með því að útfæra nýja kostnaðarskiptingu í þeim tilvikum þar sem Míla kýs leggja nýjan ljósleiðara til heimila. Með alþjónustu í fjarskiptum er átt við tiltekna þætti sem skulu standa öllum notendum til boða á viðráðanlegu verði, óháð landfræðilegri staðsetningu þeirra. Auk aðgangs að almenna fjarskiptanetinu eru t.d. talsímaþjónusta (heimasími), lágmarks gagnaflutningsþjónusta og útgáfa símaskrár og upplýsingaþjónustu um símanúmer meðal þeirra þjónustuþátta sem falla undir alþjónustu. Sumir þessara þátta eru leystir af markaðsaðilum á samkeppnisforsendum. Það á t.d. við um talsímaþjónustu og upplýsingaþjónustu um símanúmer, en kvaðir á ákveðin fyrirtæki um að veita þá þjónustu hafa verið aflagðar. Hins vegar telur PFS nauðsynlegt að viðhalda þeirri alþjónustukvöð að útvega notendum tengingu við almenna fjarskiptanetið og tryggja þannig aðgang allra landsmanna að lágmarks síma- og gagnaflutningsþjónustu.