Fréttasafn
27. september 2012
Samráð við ESA um verðsamanburð vegna lúkningarverða á markaði 7 (lúkning símtala í farsímanetum)
Nánar
Þann 26. september 2012 sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um verðsamanburð á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður) til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. PFS hyggst mæla fyrir um að niðurstaða verðsamanburðarins verði grundvöllur hámarks lúkningarverða Símans, Vodafone, Nova, IMC og Tals frá og með 1. júlí 2013, í stað kostnaðargreiningar Símans sem PFS samþykkti árið 2010. Samkvæmt umræddri kostnaðargreiningu Símans eiga hámarks lúkningarverð allra farsímafyrirtækjanna að verða jöfn í 4 kr./mín þann 1. janúar n.k. Það verð gildir því til 1. júlí 2013 þegar verðin lækka í 1,66 kr./mín í samræmi við niðurstöðu ofangreinds verðsamanburðar. Í ákvörðun PFS nr. 3/2012, dags. 13. janúar s.l., um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7), var kveðið á um að PFS myndi framkvæma umræddan verðsamanburð með ákvörðun eigi síðar en 1. nóvember n.k., sem myndi vera grundvöllur hámarks lúkningarverðs íslenskra farsímafyrirtækja frá og með 1. janúar 2013. PFS skyldi síðan framkvæma slíkan verðsamanburð árlega fyrir umrædd tímamörk vegna lúkningarverða næsta árs á eftir. Í kjölfar innanlandssamráðs sem lauk þann 14. september 2012 ákvað PFS að fresta innleiðingu hins nýja verðs um hálft ár eða til 1. júlí 2013. Þetta er gert til að koma að nokkru leyti til móts við athugasemdir farsímafyrirtækjanna. Drög að ofangreindri ákvörðun voru send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs í gær með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka. Sjá nánar: Upplýsingar og skjöl tengd samráðinu við ESA Sjá einnig um markaðsgreiningu hér á vefnum
29. ágúst 2012
PFS framlengir samráðsfrest vegna gjaldskrár fyrir lúkningu símtala í farsímanetum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja samráðsfrest vegna gjaldskrár fyrir lúkningu símtala í farsímanetum.Athugasemdir hagsmunaaðila skulu berast stofnuninni á netfangið hulda(hjá)pfs.is, eigi síðar en föstudaginn 14. september n.k. Ekki verður unnt að veita frekari frest til að koma með athugasemdir. Sjá tilkynningu um samráðið hér á vefnum frá 22. ágúst sl.
28. ágúst 2012
Reglur um hámarksverð á farsíma- og netlyklanotkun milli landa á EES svæðinu - Nýjar reglur bíða innleiðingar á Íslandi
Nánar
Sumarið 2007 setti Evrópusambandið fyrst reglur um hámarksverð á smásöluverð símtala í farsíma milli landa innan þess. Nauðsynlegt þótti að setja slíkar reglur því ljóst var að verðsamkeppni var ekki nægileg á þessum markaði og verð fylgdu ekki almennum lækkunum á verðum farsímasímtala. Reglurnar tóku gildi á Íslandi gegnum EES samninginn og náðu til þeirra símtala sem íslenskir farsímanotendur hringdu á meðan þeir voru staddir í Evrópulöndunum. Talsverðan tíma tók að innleiða reglurnar hér á landi en það var gert haustið 2008 og giltu þær til sumarsins 2009. Reglur voru settar í annað sinn þá um sumarið og voru fljótlega innleiddar hér. Þær voru í gildi til 30. júní 2012. Reglurnar eru settar til skamms tíma í hvert sinn og er síðan metið hvort samkeppni sé nægjanleg til að ekki þurfi að setja ný verðþök. Farsímafyrirtæki um alla Evrópu hafa hins vegar haft verðlag sitt alveg við hámarkið og því ekki keppt sín á milli í að bjóða hagstæð reikiverð. Reglur ESB um verðþök á farsímanotkun sem einnig giltu á EES svæðinu öllu, 2009 – 30. júní 2012: Að hringja Að svaraSent SMSMóttaka SMS Sumarið 2009 0,43 €/mín. 0,19 €/mín. 0,11 € frítt Sumarið 2010 0,39 €/mín. 0,15 €/mín. 0,11 € frítt Sumarið 2011 0,35 €/mín. 0,11 €/mín. 0,11 € frítt Upphæðirnar voru reiknaðar yfir í íslenskar krónur samkvæmt gengi 1. júní hvers árs, tóku gildi þann 1. júlí sama ár og giltu í eitt ár. Hámarksverð var þannig fest í íslenskum krónum í eitt ár í senn. Verðþök á farsímanotkun í Evrópu fyrir íslenska notendur frá 1. júlí 2011 – 30. júní 2012: Að hringjaAð svaraSent SMSMóttaka SMS 72,52 kr. /mín. 22,79 kr. /mín. 22,79 kr. frítt Nýjar reglur innan ESB frá 1. júlí 2012 – Hafa ekki verið innleiddar á ÍslandiÞriðju reglurnar um reikiverð tóku gildi innan ESB nú í sumar. Þar kemur inn sú nýjung að verðþak er sett á gagnanotkun í farsíma eða með netlyklum. Þessar reglur bíða þess að verða innleiddar á Íslandi og því hafa ekki gilt reglur um hámarksverð á reikisímtölum hjá íslenskum símafyrirtækjum síðan 1. júlí í sumar. Hámarksverð í evrum frá 1. júlí 2012: Að hringjaAð svaraSent SMSMóttaka SMSGagnamagn 0,29 €/mín. 0,08 €/mín. 0,09 €/mín. frítt 0,70 €/MB Ef búið væri að innleiða reglurnar hér væru hámarksverð fyrir íslenska neytendur á ferð í Evrópu þessi: Að hringjaAð svaraSent SMSMóttaka SMSGagnamagn 60,90 kr. /mín. 16,80 kr. /mín. 18,90 kr. /mín. frítt 147,02 kr./MB Sum íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa lagað verðskrá sína að nýjum reglumÞó þeim sé það ekki skylt hafa stærstu innlendu farsímafyrirtækin öll fylgt þessari lækkun hámarksverða en minni fyrirtækin hafa ekki gert það. Verðskrár íslenskra farsímafyrirtækja eru nú eftirfarandi: Að hringjaAð svaraSent SMSMóttaka SMSGagnamagn Síminn 59,90 kr. /mín. 16,90 kr. /mín. 18,90 kr. frítt 142,90 kr./MB Vodafone 60,09 kr. /mín. 16,58 kr. /mín. 18,65 kr. frítt 105,52 kr./MB Nova 58,08 kr. /mín. 16,13 kr. /mín. 17,74 kr. frítt 141,98 kr./MB Tal 72,52 kr. /mín. 22,79 kr. /mín. 22,79 kr. /mín. frítt 290,79 kr./MB Alterna 72,52 kr. /mín. 22,79 kr. /mín. 21,74 kr. /mín. frítt 282,00 kr. /MB Símafélagið 72,52 kr. /mín. 22,79 kr. /mín. 21,74 kr. /mín. frítt 282,00 kr. /MB Hringdu 72,52 kr. /mín. 22,79 kr. /mín. 21,74 kr. /mín. frítt 282,00 kr. /MB Af töflunni hér fyrir ofan sést að umtalsverður munur er á verði fyrir reikiþjónustu hjá þeim fyrirtækjum sem hafa gengið á undan með góðu fordæmi og lagað verðskrá sína að ESB reglunum, þ.e. Nova, Símanum og Vodafone. Þrátt fyrir smávægileg frávik má segja að viðskiptavinir þeirra njóti sambærilegra kjara í notkun farsíma og 3G milli landa í Evrópu og þegnar landanna innan ESB. Þegar reglurnar hafa verið innleiddar hér á landi í gegn um EES samninginn munu íslensku farsímafyrirtækin þurfa að stilla verðskrár sínar að fullu til samræmis við reglurnar. Í innanríkisráðuneytinu hefur reglugerð vegna þessa verið undirbúin en bíður þess að innleiðingarferlinu á EES svæðinu ljúki.
22. ágúst 2012
PFS kallar eftir samráði um gjaldskrá fyrir lúkningu símtala í farsímanetum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við frumdrög að greiningu á heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum. Greiningin byggir á ákvörðun nr. 3/2012 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7), sem birt var þann 13. janúar sl. Samkvæmt ákvörðuninni skal jafna og lækka hámarks lúkningarverð, þ.e. það verð sem farsímafyrirtæki tekur fyrir að ljúka símtali í sínu kerfi sem hefst í öðru kerfi. PFS skal framkvæma árlegan verðsamanburð með ákvörðun eigi síðar en 1. nóvember n.k., að undangengnu innanlandssamráði og samráði við ESA. Niðurstaðan skal byggjast á meðalverði þeirra EES-ríkja sem beita aðferðarfræði við kostnaðargreiningu, sem nánar er lýst í frumdrögunum. Niðurstaða frumgreiningar PFS sem hér er lögð fram til samráðs er að frá og með 1. janúar 2013 til og með 31. desember 2013 skuli lúkningargjaldið vera 1,66 kr./mín. hjá öllum íslenskum farsímarekendum, þ.e. Símanum, Vodafone, Nova, IMC/Alterna og Tali. Framangreint byggist á því að innleiðing hreinna (pure) LRIC kostnaðarlíkana í samræmi við tilmæli ESB og ESA hafa leitt til verulegra lækkana á lúkningarverðum meðal ríkja á EES-svæðinu að undanförnu. Óskað er viðbragða fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við þeim frumdrögum sem hér liggja fyrir, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað skal í þá liði sem um ræðir. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til og með 7. september n.k. Nánari upplýsingar veitir Hulda Ástþórsdóttir (netfang: hulda(hjá)pfs.is). PFS mun birta opinberlega allar athugasemdir sem berast, nema sérstaklega verði óskað trúnaðar og mun þá stofnunin leggja mat á slíka beiðni. Sjá samráðsskjal:Frumdrög - Heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (Markaður 7) (PDF) Sjá einnig: Ákvörðun nr. 3/2012 Tilmæli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 13. apríl 2011 (PDF)
13. ágúst 2012
PFS framlengir samráðsfrest vegna markaðsgreiningar á talsímamörkuðum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja samráðsfrest vegna markaðsgreiningar á talsímamörkuðum.Athugasemdir hagsmunaaðila skulu berast stofnuninni á netfangið ragnar(hjá)pfs.is, eigi síðar en þriðjudaginn 21. ágúst n.k. Sjá tilkynningu um samráðið hér á vefnum frá 26.júní sl.
13. ágúst 2012
PFS framlengir svarfrest vegna samráðs um leigulínumarkaði
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja frest til að skila spurningaeyðublöðum í samráði um leigulínumarkaði sem kallað var eftir í júní sl. Athugasemdir hagsmunaaðila skulu berast stofnuninni á netfangið ragnar(hjá)pfs.is, eigi síðar en miðvikudaginn 29. ágúst n.k. Spurningalisti - Leigulínur - júní 2012 (Excel skjal)
31. júlí 2012
PFS hyggst úthluta iCell ehf. tíðni á 3,5 GHz tíðnisviðinu vegna reksturs háhraða aðgangsnets
Nánar
iCell ehf. (iCell) sótti í apríl 2012 um tíðniheimild (2x14 MHz) vegna reksturs háhraða aðgangsnets á 3,5 GHz (3400 – 3600 MHz) tíðnisviðinu . Óskað var eftir að tíðniheimildin nái til alls landsins. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hafði áður úthlutað iCell tíðniheimild á sama tíðnisviði sem einskorðuð er við Suðurland. PFS taldi rétt og eðlilegt að viðhafa samráð við markaðsaðila um fyrirhugaða ákvörðun um að úthluta iCell umbeðnum tíðnum. Var samráðið opið öllum hagsmunaðilum og þeim boðið að tjá sig um fyrirhugaða ákvörðun. Athugasemdir bárust frá einum markaðsaðila. Í meðfylgjandi skjali er að finna ákvörðun stofnunarinnar um að úthluta iCell umbeðnum tíðnum, samkvæmt umsókn félagsins þar að lútandi en með fyrirvara um framvindu sbr. innsenda uppbyggingaráætlun iCell. Verða drög að tíðniheimild send iCell á næstu dögum. Skjalið(pdf)
25. júlí 2012
Íslandspóstur opnar nýjan afgreiðslustað
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt beiðni Íslandspósts um að loka póstafgreiðslum fyrirtækisins í Árbæ og Grafarvogi og opna í stað þeirra nýja póstafgreiðslu að Höfðabakka 9. Sjá Ákvörðun PFS nr. 24/2012 um sameiningu póstafgreiðslna í Grafarvogi (112) og Árbæ (110/113)