Fréttasafn
10. ágúst 2009
PFS birtir ákvörðun um skiptingu kostnaðar á samtengingarsamböndum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 14/2009, Og fjarskipti ehf. (Vodafone) gegn Símanum hf. í ágreiningsmáli um skiptingu kostnaðar á samtengingarsamböndum. Í máli þessu krafðist Vodafone þess m.a. að PFS kvæði á um að Símanum verði gert skylt að greiða helming af kostnaði vegna samtengistrauma á milli félaganna. Vísaði fyrirtækið máli sínu til stuðnings í ákvörðun PFS nr. 13/2007, þeirrar staðreyndar að fyrirtækin höfðu ekki gengið frá samtengisamningi á milli fyrirtækjanna á grundvelli viðmiðunartilboðs Símans um samtengingu talsímaneta og samkomulag fyrirtækjanna um skiptingu kostnaðar frá 3. mars 2006. Síminn aftur á móti hélt því m.a. fram að Vodafone uppfyllti ekki skilyrði viðmiðunartilboðsins um skiptingu kostnaðar og ætti af þeim sökum að greiða allan kostnað af samtengingarsamböndunum. Í niðurstöðu PFS segir m.a. „Samkvæmt öllu framangreindu er það niðurstaða PFS, með vísan í 24. og 29. gr. fjarskiptalaga, sbr. og 9. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun, að skilmáli 4.1.4. Kostnaðardeiling hafi ekki öðlast gildi gagnvart Vodafone, að því er varðar skilyrði Símans fyrir þátttöku í kostnaði af samtengistraumum, við gildistöku viðmiðunartilboðs Símans (útgáfu 3.4) þann 1. ágúst 2007 samkvæmt ákvörðun PFS nr. 13/2007. Símanum er því ekki heimilt að krefja Vodafone um endurgreiðslu vegna þátttöku í kostnaði af samtengistraumum frá þeim tíma. Er því fallist á aðalkröfu Vodafone að þessu leyti. Að því er varðar hinn hluta aðalkröfunnar, um að Símanum verði gert skylt að greiða helming af mánaðarlegum kostnaði vegna samtengistrauma milli félaganna frá þeim tíma, þá telur PFS að ekki séu forsendur til þess að taka afstöðu til hennar að svo stöddu. Fyrir liggur að frá og með 23. júní 2009 skal skipting kostnaðar vegna samtengistrauma vera jöfn, að uppfylltum tilteknum lágmarksskilyrðum. Varðandi réttarstöðu aðila fyrir þann tíma verður að horfa til ákvörðunar PFS nr. 13/2007. Í henni, sbr. kafla 3.13.2., var komist að þeirri niðurstöðu að kostnaður við samtenginu neta yrði til hjá báðum aðilum, þ.e. Símanum og viðsemjanda hans, en þar sem aðstæður gætu verið mismunandi þyrfti að semja um hann í hverju tilviki fyrir sig. Var í því sambandi vísað til 24. gr. fjarskiptalaga. Ráða má af gögnum þessa máls að aðilar hafi ekki sest til samninga til að komast að samkomulagi um skiptingu kostnaðar vegna samtengistrauma frá því að gengið frá samningi þar að lútandi frá 3. mars 2006. Með tilliti til reglunnar um rétt og skyldu aðila til að semja um efni samtengisamninga, samkvæmt 24. gr. fjarskiptalaga, telur PFS það vera ótímabært að kveða upp úr um það hver skiptingin eigi að vera án þess að aðilar hafi reynt til þrautar að ná samkomulagi þar um. Þeim hluta aðalkröfu Vodafone er því hafnað.“ Ákvörðun PFS nr. 14/2009
30. júní 2009
Ársskýrsla Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir árið 2008 komin út
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út ársskýrslu sína fyrir árið 2008. Í skýrslunni er að finna aðgengilegan texta og töflur sem gefa gott yfirlit yfir hlutverk PFS og verkefni hennar og starfsemi á árinu 2008. Ársskýrsla PFS 2008 (PDF)
29. júní 2009
Ákvörðun PFS: Neyðarlínan fær framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu
Nánar
Í dag, 29. júní 2009, samþykkti PFS umsókn Neyðarlínunnar ohf. um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu fyrir árið 2009 að fjárhæð kr. 33.371.618. Um er að ræða framlag vegna talsímaþjónustu á sviði neyðarþjónustu og neyðarsímsvörunar sem Neyðarlínunni ohf. hefur verið gert skylt að veita. Ákvörðun PFS nr. 12/2009 - Umsókn Neyðarlínunnar ohf. um framlag úr jöfnunarsjóði fyrir árið 2009
24. júní 2009
PFS efnir til samráðs um reglur um efni viðmiðunartilboðs fyrir opinn aðgang að heimtaugum
Nánar
PFS hefur gert drög að reglum um efni viðmiðunartilboðs fyrir opinn aðgang að heimtaugum í samræmi við 1. mgr. 34. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun óskar stofnunin hér með eftir umsögnum hagsmunaaðila vegna ofangreinds. Svarfrestur til þess að koma að rökstuddum tillögum eða athugasemdum við meðfylgjandi drög er gefinn til 19. ágúst n.k. Sérstakar fyrirspurnir vegna ofangreinds má senda á netfangið oskarh@pfs.is en athugasemdir og rökstuddar tillögur skulu sendar formlega til PFS fyrir ofangreindan svarfrest. Drög að reglum um efni viðmiðunartilboðs fyrir opinn aðgang að heimtaugum (PDF)
23. júní 2009
Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um viðmiðunartilboð Mílu fyrir opinn aðgang að heimtaugum
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun PFS nr. 1/2009 varðandi viðmiðunartilboð Mílu ehf. fyrir opinn aðgang að heimtaugum. Með úrskurði sínum nr. 2/2009, þann 19. júní sl., hafnaði úrskurðarnefnd kröfum kæranda, Mílu ehf., um að ógilda hluta ákvörðunar PFS nr. 1/2009 sem fjallar um viðmiðunartilboð Mílu fyrir opinn aðgang að heimtaugum. Míla bar fyrir sig að PFS hafi gerst brotleg við hin ýmsu ákvæði stjórnsýslulaga við málsmeðferð sína. Nánar tiltekið hafði PFS fellt brott ákvæði í umræddu viðmiðunartilboði sem heimilaði Mílu að breyta verði fyrir aðstöðuleigu (hýsingu) í samræmi við þróun byggingarvísitölu eftir 1. janúar 2008. Rök PFS voru þau að með ákvörðun sinni nr. 26/2007 (markaður 11), frá 21. desember 2007, hefði stofnunin lagt þá kvöð á Mílu að verð fyrir aðstöðuleigu skyldu kostnaðargreind. Sjálfvirkar hækkanir í samræmi við þróun vísitölu voru að mati PFS ekki í samræmi við viðurkenndar kostnaðargreiningaraðferðir. Úrskurðarnefnd hefur nú staðfest hina kærðu ákvörðun PFS. Sjá úrskurð úrskurðarnefndar nr. 2/2009
19. júní 2009
Niðurstöður samráðs um framtíðaráform vegna GSM 1800 MHz tíðnisviðsins
Nánar
Póst - og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið samráði við hagsmunaaðila um framtíðaráform vegna GSM 1800 MHz tíðnisviðsins og birtir nú niðurstöður samráðsins og samantekt á umsögnum. Helstu markmið PFS með samráðinu voru að leita álits hagsmunaaðila á markaði um eftirfarandi: Úthlutun 1800 MHz leyfis til Nova ehf. án sérstaks útboðs Nýjar leiðir til úthlutunar, t.d. uppboðsleiðina Helstu niðurstöður PFS að loknu samráði: Að úthluta Nova GSM 1800 MHz leyfi strax og án sérstaks útboðs Ekki er tímabært að taka upp svokallaða uppboðsleið við úthlutun tíðnileyfa Samráðsleiðin verður notuð við úthlutun tíðnileyfa þar sem hún þykir henta Heildarniðurstöður PFS og samantekt á umsögnum (PDF)
15. júní 2009
Tölfræðiskýrsla um íslenskan fjarskiptamarkað 2008
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað. Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um fjarskiptamarkaðinn fyrir árin 2006 - 2008. Skýrslunni er skipt upp eftir fastanetinu, farsímanetinu, internetinu og veltu og fjárfestingu á fjarskiptamarkaði. Tölfræði um íslenska fjarskiptamarkaðinn 2006 - 2008 (PDF)
3. júní 2009
Almennt samráð um nýja evrópska reglugerð um alþjóðlegt reiki
Nánar
Ný reglugerð um alþjóðlegt reiki tekur gildi innan ESB þann 1. júlí nk. Reglugerðin mun einnig taka gildi á EES svæðinu, eftir að hún hefur verið innleidd þar. Auk þess að tiltaka ný og lægri hámarksverð fyrir farsímaþjónustu erlendis, þá tiltekur hún einnig hámarksverð á gagnaþjónustu, þ.e. SMS, MMS og á gagnateningum. Þá eru í reglugerðinni viðamiklar kröfur um aukið gegnsæi við notkun farþjónustu milli landa og um neytendavernd. Í þessu sambandi má m.a. benda á: - Ýmiss ákvæði er varða notkunarskilmála. - Upplýsingar sem senda skal til reikinotenda um verð á tal- og gagnaþjónustu. - Möguleiki á að takmarka heildarkostnað og/eða heildargagnamagn. - Hámarks tímabil fyrir gjaldtöku (30/1).- Ýmsir þættir er snerta heildsölu. - Reglur um gengisútreikninga.- Undanþágur frá reglugerðinni. Í hjálögðum drögum samtaka evrópskra fjarskiptaeftirlitsstofnana (ERG) er að finna leiðbeiningar um það með hvaða hætti þau telja að vinna beri að innleiðingu reglugerðarinnar. Sjá drög ERG (PDF) Aðilar hérlendis komi athugasemdum sínum við drögin til ERG fyrir 17. júní 2009.Athugasemdir sendist með tölvupósti til ERG. Sjá einnig upplýsingar á vefsíðu ERG: http://www.erg.eu.int/documents/cons/index_en.htm