Fréttasafn
10. ágúst 2021
Fjarskiptastofa kallar eftir samráði um heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum netum
Nánar
Fjarskiptastofa hefur nú framkvæmt verðsamanburð til að ákvarða hámarksverð fyrir lúkningu símtala sem gilda skulu á árinu 2022.
6. ágúst 2021
Grænbók um fjarskipti - styttist í lokafrest til umsagna
Nánar
Grænbók um fjarskipti, þar sem metin er staða málaflokksins og lagður grundvöllur fyrir endurskoðaða stefnumótun í fjarskiptum til fimmtán ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um grænbókina en frestur til að skila umsögn er til og með 11. ágúst 2021.
2. júlí 2021
Stofnaður hefur verið samráðshópur um vernd einstaklinga í aðdraganda kosninga
Nánar
Vegna fyrirhugaðra kosninga til Alþingis þann 25. september 2021 hafa Fjölmiðlanefnd, Fjarskiptastofa og netöryggissveitin (CERT-IS), landskjörstjórn og Persónuvernd, stofnað samráðshóp um vernd einstaklinga í aðdraganda kosninga.
1. júlí 2021
Ný lög um Fjarskiptastofu taka gildi
Nánar
Í dag, 1. júlí 2021, taka gildi ný lög um Fjarskiptastofu. Helstu nýmæli laganna eru nýtt nafn á stofnunina, ákvæði um netöryggissveitina, ákvæði er varða öryggi og almannavarnir, skýrari heimildir til að greina stöðu fjarskiptaneta og gera útbreiðsluspár fyrir háhraðanet og ný ákvæði um framþróun, rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun svo eitthvað sé nefnt.
30. júní 2021
Samráð um endurnýjun tíðniréttinda sem renna út á árunum 2022 til 2023
Nánar
Í febrúar og mars á árunum 2022 og 2023 mun gildistími allflestra tíðniheimilda fyrir almenna farnetsþjónustu hér á landi renna út.
30. júní 2021
Póst- og fjarskiptastofnun birtir ákvörðun PFS nr. 10/2021, Gjaldskrá Íslandspóst fyrir pakka innanlands innan alþjónustu.
Nánar
Í ákvörðuninni er m.a. komist að þeirri niðurstöðu að núgildandi gjaldskrá fyrir pakka innan alþjónustu sé í samræmi við 2., sbr. 3. mgr. 17. gr. laga nr. 98/2019.
30. júní 2021
Yfirlýsing Póst- og fjarskiptastofnunar vegna breytinga Íslandspósts ohf. á gjaldskrá fyrirtækisins
Nánar
PFS hefur birt yfirlýsingu vegna breytinga Íslandspósts ohf. á gjaldskrá fyrirtækisins á bréfum til útlanda innan alþjónustu.
29. júní 2021
PFS kallar eftir samráði um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir aðstöðuleigu (hýsingu)
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við yfirferð á kostnaðargreiningu Mílu ehf. á heildsölugjaldskrá fyrir aðstöðuleigu í húsum og möstrum sem og gjaldskrá fyrir rafmagnsnotkun í aðstöðu Mílu. PFS kallar eftir samráði um niðurstöðu kostnaðargreiningarinnar.