Fréttasafn
4. janúar 2021
Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS
Nánar
Netöryggissveitin CERT-IS er sjálfstæð eining innan Póst- og fjarskiptastofnunar og hefur það hlutverk að greina netógnir, viðhafa ástandsvitund, upplýsa um netógnir og samræma viðbrögð við netatvikum í netumdæmi Íslands.
23. desember 2020
Niðurstöður úttekta PFS á varaafli farnetsrekenda á náttúruvásvæði Öræfajökuls
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir í dag þrjár systurákvarðanir er varða úttekt stofnunarinnar á varaafli farnetsrekenda á náttúruvásvæði Öræfajökuls.
21. desember 2020
Jólakveðja Póst- og fjarskiptastofnunar 2020
Nánar
Starfsfólk Póst- og fjarskiptastofnunar óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. ATH lokunartíma afgreiðslunnar
21. desember 2020
Mílu ber að kostnaðargreina verð fyrir inntakskassa ljósleiðara
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur með ákvörðun sinni nr. 15/2020 leyst úr ágreiningi milli Snerpu ehf. og Mílu ehf. um verð fyrir hýsingu á inntakskassa ljósleiðarastrengs í tækjarými Mílu ehf. að Holti í Önundarfirði.
18. desember 2020
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - Tölfræðiskýrsla PFS fyrir fyrri hluta ársins 2020 komin út
Nánar
Tvisvar á ári safnar Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði.
18. desember 2020
Vegna fyrirhugaðrar verðbreytingar Íslandspósts á gjaldskrá bréfa 2-2000 gr.
Nánar
Íslandspóstur hækkar verðskrá vegna bréfa 0-2000 gr.
17. desember 2020
Breytingar á viðskiptaskilmálum Íslandspósts sem taka gildi um áramót
Nánar
Frá og með 1. janúar 2021 mun Íslandspóstur gera breytingar á viðskiptaskilmálum fyrirtækisins sem snúa að almennum bréfum til útlanda. Auk almennra skilmála sem snúa t.d. að þyngd, áritunum og umfangi bréfa bætist nú við krafa um að almenn órekjanleg bréf mega ekki innihalda neinar vörur.
14. desember 2020
Íslandspóstur ohf. útnefndur alþjónustuveitandi á sviði póstþjónustu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur útnefnt Íslandspóst ohf. sem alþjónustuveitanda á sviði póstþjónustu um land allt. Fyrirtækið hefur veitt póstþjónustu innan alþjónustu á grundvelli bráðabirgðaákvörðunar nr. 29/2019, sem gildir til 31. desember 2020.