Fréttasafn
11. desember 2013
Skýrsla PFS um jöfnunarsjóð alþjónustu fyrir árið 2012
Nánar
Út er komin skýrsla Póst- og fjarskiptastofnunar um álagningu, breytingar, afskriftir og innheimtu jöfnunargjalds fjarskiptafyrirtækja í jöfnunarsjóð alþjónustu fyrir árið 2012. Með skýrslunni er einnig birtur ársreikningur sjóðsins. Jöfnunarsjóður alþjónustu - skýrsla fyrir árið 2012 (PDF) Jöfnunarsjóður alþjónustu - ársreikningur ársins 2012 (PDF)
9. desember 2013
Framlengdur frestur til að skila umsögnum í samráði um endurskoðun á alþjónustu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja frest hagsmunaaðila til að skila inn umsögnum og athugasemdum í samráði sem auglýst var þann 22. nóvember sl. um endurskoðun á alþjónustu. Snýst samráðið um þá fyrirætlan stofnunarinnar að útnefna ekki fjarskiptafyrirtæki með alþjónustuskyldur að því er varðar talsímaþjónustu, gagnaflutningsþjónustu, og rekstur almenningssíma.
3. desember 2013
Persónuupplýsingar í fjarskiptanetum - spurt og svarað
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið saman á vef sínum svör við ýmsum þeim spurningum sem vaknað hafa um lög og reglur varðandi persónuupplýsingar í fjarskiptanetum. Sjá Spurt og svarað um persónuupplýsingar í fjarskiptanetum. Einnig er hnappur hér til hliðar á síðunni. PFS vill einnig ítreka mikilvægi þess að fólk skipti um lykilorð sín sem víðast í framhaldi af netárásinni á vef Vodafone s.l. laugardag. Góð ráð um lykilorð er að finna undir fyrrnefndum hnapp hér til hliðar og á vef okkar Netöryggi.is.
2. desember 2013
Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um viðbótarafslætti vegna reglubundinna viðskipta fyrir magnpóst
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur með úrskurði sínum í máli nr. 3/2013 staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 14/2013 frá því í júlí sl. um breytingar á viðskiptaskilmálum Íslandspósts, viðbótarafsláttur vegna reglubundinna viðskipta fyrir magnpóst. Forsaga málsins er sú að með úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála nr. 5/2012 felldi nefndin úr gildi þann hluta af ákvörðun PFS nr. 16/2012, sem fjallaði um viðbótarafslátt vegna reglubundina viðskipta, með þeim rökum að skort hafi nægjanlegan rökstuðning fyrir þeim afsláttarprósentum sem ákveðnar voru.
30. nóvember 2013
Tilkynning vegna netárásar á vef Vodafone
Nánar
Síðastliðna nótt var gerð netárás og brotist inn á vefsvæðið Vodafone.is. Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar vinnur nú að samræmingu viðbragðsaðgerða og greiningu á umfangi innbrotsins í samstarfi við Vodafone og embætti ríkislögreglustjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Vodafone var í árásinni stolið upplýsingum um SMS sem send voru í gegnum vefsíðu fyrirtækisins, ásamt lykilorðum að „Mínum síðum“ á Vodafone.is. Ekki sé um að ræða SMS sem send voru á hefðbundin hátt milli símtækja. Árásin mun hafa einskorðast við vef Vodafone en er ekki sögð hafa haft áhrif á fjarskiptakerfi fyrirtækisins, svo sem farsímakerfið, netkerfi eða heimasíma. Engum gögnum úr fjarskiptakerfum fyrirtækisins, svo sem upplýsingum um símtöl, SMS milli símtækja, tölvupósti eða öðrum fjarskiptagögnum hafi verið stolið.
27. nóvember 2013
PFS kallar eftir samráði um markaðsgreiningar á leigulínumörkuðum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur lokið við frumdrög að markaðsgreiningu á tveimur leigulínumörkuðum. Annars vegar er um að ræða heildsölumarkað fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6) og hins vegar smásölumarkað fyrir lágmarksframboð af leigulínum (markaður 7 skv. eldri tilmælum ESA). Þriðji og síðasti leigulínumarkaðurinn, þ.e. heildsölumarkaður fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14 skv. eldri tilmælum ESA), verður greindur á næstu mánuðum og er áætlað að hann fari í innanlandssamráð á fyrsta ársfjórðungi 2014. Umræddir markaðir voru síðast greindir með ákvörðun PFS nr. 20/2007 frá 14. september 2007. Þá voru Síminn og Míla útnefnd sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á umræddum heildsölumörkuðum, en Síminn eitt fyrirtækja á umræddum smásölumarkaði. Viðeigandi kvaðir voru lagðar á félögin til að freista þess að leysa úr þeim samkeppnisvandamálum sem greind höfðu verið á umræddum mörkuðum.
22. nóvember 2013
PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á alþjónustu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun kallar eftir samráði um þá fyrirætlun stofnunarinnar að útnefna ekki fjarskiptafyrirtæki með alþjónustuskyldur að því er varðar talsímaþjónustu, gagnaflutningsþjónustu, og rekstur almenningssíma. Jafnframt stendur til að viðhalda tímabundið núverandi kvöð á Mílu um skyldu til að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið á meðan unnið er að heildarendurskoðun þeirrar kvaðar sem í dag hvílir á Mílu. PFS áætlar að birta umræðuskjal þar að lútandi fyrir lok ársins.
18. nóvember 2013
Munið CE merkingu á fjarskiptatækjum
Nánar
Fjarskipta- og raftæki eru sífellt stærri þáttur í daglegu lífi og algengt að slík tæki leynist í jólapökkum landsmanna. Margir freistast til að kaupa ódýr fjarskipta- og rafmagnstæki erlendis, s.s. farsíma, talstöðvar (walkie talkie) og fjarstýrðar læsingar og leikföng Nauðsynlegt er þó að allur fjarskiptabúnaður sem fluttur er til landsins sé CE merktur.