Fréttasafn
27. september 2013
Samráð við ESA um breytingar á viðmiðunartilboðum Símans á heildsölumörkuðum talsíma
Nánar
Þann 26. september 2013 sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um breytingar á viðmiðunartilboðum Símans um endursöluaðgang að talsímaneti og um samtengingu talsímaneta (markaðir 2 og 3) til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Ákvörðunardrögin sækja stoð sína í ákvörðun PFS nr. 36/2012 á umræddum mörkuðum. Þar var sú kvöð m.a. lögð á Símann að birta viðmiðunartilboð um heildsöluaðgang að talsímaneti sínu
26. september 2013
Samráð við ESA um verðsamanburð vegna lúkningarverða á markaði 7 (lúkning símtala í farsímanetum)
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um verðsamanburð á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7) til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. PFS hyggst mæla fyrir um að niðurstaða verðsamanburðarins verði grundvöllur hámarks lúkningarverða Símans, Vodafone, Nova, IMC og Tals á árinu 2014, í stað kostnaðargreiningar Símans sem PFS samþykkti árið 2010.
20. september 2013
Ábúanda ber að framkvæma úrbætur vegna fjarskiptatruflunar frá rafmagnsgirðingu á eigin kostnað
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur með úrskurði sínum nr. 1/2013, frá 14. september 2013, staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 7/2013 þess efnis að ábúanda (kæranda) á tiltekinni jörð á Vestfjörðum beri að fara að fyrirmælum Póst- og fjarskiptastofnunar um að framkvæma úrbætur á eigin kostnað til að fyrirbyggja fjarskiptatruflanir frá rafmagnsgirðingu sem er í hans eigu. Truflunin frá umræddri rafmagnsgirðingu hefur skaðleg áhrif á síma- og netsamband um jarðsímalínu sem liggur samhliða girðingunni um jörð kæranda.
11. september 2013
Úttekt PFS á bókhaldslegum aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi Íslandspósts
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú lokið fyrsta áfanga við úttekt stofnunarinnar á bókhaldslegum aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi Íslandspósts. Um er að ræða fyrstu heildstæðu úttekt stofnunarinnar á bókhaldi fyrirtækisins, en áður hafa einstakir þættir þess komið til skoðunar og þá helst í tengslum við samþykki stofnunarinnar á gjaldskrá innan einkaréttar.
5. september 2013
PFS framlengir samráðsfrest vegna gjaldskrár fyrir lúkningu símtala í farsímanetum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja samráðsfrest vegna gjaldskrár fyrir lúkningu símtala í farsímanetum. Athugasemdir hagsmunaaðila skulu berast stofnuninni á netfangið hulda(hjá)pfs.is, eigi síðar en mánudaginn 9. september n.k. Ekki verður unnt að veita frekari frest til að koma með athugasemdir.
22. ágúst 2013
PFS kallar eftir samráði um gjaldskrá fyrir lúkningu í farsímanetum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við frumdrög að greiningu á heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum. Greiningin byggir á ákvörðun PFS nr. 3/2012 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7) og tekur mið af úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála nr. 6/2012 frá 30. júní sl. Samkvæmt framangreindri ákvörðun PFS nr. 3/2012 skal jafna og lækka hámarks lúkningarverð, þ.e. verð sem farsímafyrirtæki tekur fyrir að ljúka símtali í sínu kerfi sem hefst í öðru kerfi. Lúkningarverð allra farsímarekenda hér á landi hafa verið jöfn í 4 kr./mín. frá 1. janúar 2013, en höfðu um árabil verið ójöfn og mun hærri. Skv. ákvörðuninni skal PFS framkvæma árlegan verðsamanburð með ákvörðun eigi síðar en 1. nóvember ár hvert, að undangengnu innanlandssamráði og samráði við ESA. Niðurstaðan skal byggjast á meðalverði þeirra EES-ríkja sem beita þeirri aðferðarfræði við kostnaðargreiningu sem nánari er lýst í frumdrögunum.
21. ágúst 2013
Reiknivél PFS - Berið saman verð á fjarskiptaþjónustu
Nánar
Í framhaldi af umræðu um verðhækkanir á fjarskiptaþjónustu til neytenda vill Póst- og fjarskiptastofnun vekja athygli á vef sínum Reiknivél.is. Á vefnum geta neytendur borið saman verð á þjónustuleiðum fjarskiptafyrirtækjanna fyrir síma og netþjónustu. Þar er reiknað út frá einingaverðum í verðskrám fjarskiptafyrirtækjanna og tekið tillit til algengustu notkunar. Ekki er þó hægt að nota reiknivélina til að sannreyna fjarskiptareikninga einstakra notenda þar sem fjarskiptafyrirtækin bjóða upp á ýmis afsláttarkjör og sérþjónustu sem bundin eru einstökum notendum eða notendahópum og ekki er hægt að taka inn í forsendur reiknivélarinnar.
14. ágúst 2013
Framlengdur festur til að skila gögnum í samráð varðandi Já upplýsingaveitur ehf.
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja frest sem hagsmunaaðilar fengu til að skila inn gögnum vegna samráðs um endurskoðun á alþjónustukvöðum Já Upplýsingaveitna hf., breytingu á fyrirkomulagi skráningarhalds yfir áskrifendur og breytingu á númeraskipulagi fyrir upplýsingaveitur. Var samráðið auglýst hér á vefnum þann 24. júní sl.