Fréttasafn
14. nóvember 2013
Tölfræðiskýrsla PFS um íslenskan fjarskiptamarkað á fyrri helmingi ársins 2013 komin út
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað. Í henni er að finna ítarlegar upplýsingar um fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2013 og tölulegan samanburð við stöðuna á fyrri hluta áranna á undan. Skýrslunni er skipt upp eftir fastanetinu, farsímanetinu, internetinu og veltu og fjárfestingu á fjarskiptamarkaði. Nokkrir mikilvægir þættir tölfræðigagnanna eru settir fram á myndrænan og aðgengilegan hátt á Mælaborði fjarskiptamarkaðarins hér á vefnum (sjá flipann yfir fyrstu 6 mánuði ársins). Þar er hægt að velja einstaka þætti úr gögnunum og skoða sérstaklega eða bera saman við aðra. Mælaborðið er unnið í samstarfi við fyrirtækið DataMarket sem sérhæfir sig í slíkri framsetningu tölfræðigagna.
12. nóvember 2013
Samantekt á athugasemdum í samráði um endurskoðun á alþjónustuskyldum Já og breytingar á skráningarhaldi yfir áskrifendur og númeraskipulagi fyrir upplýsingaveitur
Nánar
Þann 24. júní 2013 kallaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) eftir samráði við hagsmunaaðila vegna endurskoðunar á alþjónustukvöðum Já Upplýsingaveitna hf., breytingar á fyrirkomulagi skráningarhalds yfir áskrifendur og breytingar á númeraskipulagi fyrir upplýsingaveitur. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum rann út þann 31. ágúst sl. PFS birtir nú samantekt á athugasemdum hagsmunaaðila en alls tóku fjórir aðilar þátt í samráðinu, þ.e. Já Upplýsingaveitur hf., Loftmyndir ehf., Miðlun ehf. og Síminn hf.
7. nóvember 2013
Undirritun árangursstjórnunarsamnings milli PFS og innanríkisráðuneytis
Nánar
Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, heimsótti Póst- og fjarskiptastofnun í dag, 7. nóvember, og kynnti sér starfsemi stofnunarinnar. Við það tækifæri var undirritaður nýr árangursstjórnunarsamningur milli stofnunarinnar og ráðuneytisins sem gildir í fjögur ár.
7. nóvember 2013
Úrskurður úrskurðarnefndar í máli varðandi óumbeðin fjarskipti
Nánar
Með úrskurði sínum í máli nr. 2/2013 hefur úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála komist að þeirri niðurstöðu að Wow Air ehf. hafi brotið gegn ákvæði 46. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003, þegar félagið sendi tölvupóst fyrir beina markaðssetningu á tölvupóstfang kæranda í október og nóvember 2012.
4. nóvember 2013
PFS framlengir skilafrest í samráði um nýtingu 2,6 GHz tíðnisviðinu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja frest hagsmunaaðila til að skila inn athugasemdum og umsögnum í samráð um nýtingu á 2,6 GHz tíðnisviðinu (2.500 – 2.690 MHz). Skilafrestur er nú til og með 14. nóvember nk.
31. október 2013
Ákvörðun PFS um lækkun lúkningarverðs bætir hag neytenda á farsímamarkaði
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 25/2013 varðandi verðsamanburð á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7). Mælt er fyrir um að niðurstaða verðsamanburðarins skuli verða grundvöllur hámarks lúkningarverðs Símans, Vodafone, Nova, IMC og Tals á árinu 2014, í stað kostnaðargreiningar Símans sem PFS samþykkti árið 2010. Þau verð sem umrædd kostnaðargreining Símans leiddi í ljós, 4. kr./mín, skulu gilda út árið 2013. Samkvæmt framangreindum verðsamanburði skal hámarksverðið lækka í 1,64 kr./mín um næstu áramót.
31. október 2013
PFS kveður á um breytingar á viðmiðunartilboðum Símans á heildsölumörkuðum talsíma
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 24/2013 um breytingar á viðmiðunartilboðum Símans um endursöluaðgang að talsímaneti og um samtengingu talsímaneta. Ákvörðun PFS er tekin í kjölfar innanlandssamráðs og samráðs við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Ákvörðunin sækir stoð sína í ákvarðanir PFS nr. 8/2013 (markaður 1) og nr. 36/2012 (markaðir 2 og 3). Þar var sú kvöð m.a. lögð á Símann að birta viðmiðunartilboð um heildsöluaðgang að talsímaneti sínu. Ný viðmiðunartilboð eða breytingar á fyrri tilboðum tækju ekki gildi fyrr en með samþykki PFS, auk þess sem stofnunin gæti að eigin frumkvæði mælt fyrir um breytingar á viðmiðunartilboðum.
4. október 2013
PFS kallar eftir samráði um nýtingu 2,6 GHz tíðnisviðsins
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um nýtingu á 2,6 GHz tíðnisviðinu (2.500 – 2.690 MHz). Um er að ræða 23 rásir sem hver er með 8 MHz bandbreidd, eða samtals 184 MHz. Þetta tíðnisvið er í dag fyrst og fremst nýtt fyrir MMDS sjónvarpsþjónustu af hálfu Fjarskipta hf. (Vodafone), en auk þess hafa Ríkisútvarpið ohf. og Kristniboðskirkjan hf. (Omega) heimild til að nýta lítinn hluta tíðnisviðsins. Gildistími allra þessara tíðniheimilda er hinn sami og renna þær út þann 27. júní 2014.