Fréttasafn
4. mars 2014
PFS kallar eftir samráði vegna fyrirhugaðrar ákvörðunar um að heimila samnýtingu á tíðnum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun kallar eftir samráði við hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðrar ákvörðunar stofnunar um að heimila Fjarskiptum hf. (Vodafone) og Nova ehf. samnýtingu á tíðnum sem félögunum hefur verið úthlutað til veitingar GSM, UMTS/3G og LTE/4G þjónustu á 800 MHz, 900 MHz (að undanskildum 2x5 MHz), 1800 MHz og 2100 MHz tíðnisviðunum.
21. febrúar 2014
PFS birtir umræðuskjal um alþjónustuskyldur varðandi aðgang að almenna fjarskiptanetinu
Nánar
Samkvæmt fjarskiptalögum eiga allir landsmenn rétt á aðgangi að almenna fjarskiptanetinu eftir því sem nánar er kveðið á um í lögunum og reglugerð um alþjónustu á sviði fjarskipta nr. 1356/2007. Hingað til hafa koparheimtaugar verið uppistaðan í aðgangslínum notenda en á síðustu árum hafa ljósleiðaratengingar í síauknum mæli tekið við, þó fyrst og fremst í þéttbýli. Eiginleikar heimtauga ráða því hvaða þjónustu hægt er að veita á heimtauginni. Vegalengd frá símstöð til heimilis ræður því hvort hægt er að veita háhraðanetsþjónustu yfir koparheimtaugina. Í dreifbýli eru vegalengdir að öðru jöfnu það miklar að ekki er hægt að veita háhraðanetþjónustu yfir slíkar heimtaugar.
21. febrúar 2014
PFS efnir til samráðs um viðauka vegna aðgangsleiðar 1 hjá Mílu og viðbótarþjónustu (markaður 5)
Nánar
Með tölvupósti frá Mílu, dags. 20. febrúar sl., barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ósk félagsins um samþykki stofnunarinnar fyrir breytingu á viðmiðunartilboði Mílu um bitastraumsaðgang að því er varðar aðgangsleið 1 og tiltekna viðbótarþjónustu við þá leið. Um er að ræða viðauka sem yrði viðauki 5 við ofangreint viðmiðunartilboð, samþykki PFS áform Mílu. Fram kemur í máli Mílu að viðaukanum sé ætlað að breyta viðmiðunartilboði félagsins vegna bitastraumsaðgangs í samræmi við ákvörðun PFS nr. 38/2012 og skyldi gilda þar til viðmiðunartilboði um bitastraumsaðgang verður breytt með heildstæðum hætti. Meginbreytingin er sú að nú er unnt að nota umrædda heildsöluskipta á fjölbreyttari hátt en áður var gert ráð fyrir, t.d. til beinna fyrirtækjatenginga, stofnlínutenginga eða tenginga við farsímasenda.
21. febrúar 2014
PFS efnir til afmarkaðs aukasamráðs um kostnaðargreiningu fyrir aðgang að heildsöluskiptum vegna aðgangsleiðar 1 (markaður 5)
Nánar
Þann 20. desember 2013 efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs um drög að ákvörðun varðandi kostnaðargreiningu fyrir bitastraumsaðgang samkvæmt aðgangsleið 1 og 3. Drögin náðu einnig til kostnaðargreiningar fyrir aðgang að heildsöluskiptum vegna aðgangsleiðar 1. Samráðsfrestur rann út þann 13. janúar sl. Athugasemdir bárust frá Vodafone, Tali og Gagnaveitu Reykjavíkur. Í kjölfar ábendingar frá Vodafone komu fram nýjar upplýsingar sem leiddu í ljós að þær forsendur Mílu sem PFS hafði til viðmiðunar við útreikninga á verðum fyrir heildsöluskipta voru ekki réttar. PFS hefur því endurskoðað þær forsendur sem lágu til grundvallar útreikningum á gjaldskrá fyrir heildsöluskipta og reiknað út ný verð í samræmi við breyttar forsendur.
6. febrúar 2014
Staðlaðar verklagsreglur um meðhöndlun neyðarástands í netheimum
Nánar
Net- og upplýsingaöryggisstofnun Evrópusambandsins, ENISA, hefur gefið út staðlaðar verklagsreglur fyrir þá aðila sem koma að meðhöndlun og viðbrögðum við neyðarástandi eða stóráföllum á internetinu, sem ná til fleiri landa. Verklagsreglurnar kallast EU-SOP, eða EU-Standard Operational Procedures. Þær hafa verið í þróun innan ESB og EFTA landanna í samvinnu við ENISA á undanförnum árum og hafa sameiginlegar æfingar netöryggissveita innan Evrópu stuðlað að þróun þeirra.
30. janúar 2014
Nýjung á vef PFS: Fjarskiptakort - hvar nærðu sambandi?
Nánar
Meðal nýjunga á vef Póst- og fjarskiptastofnunar eru gagnvirk fjarskiptakort yfir Ísland. Kortin sýna dreifingu GSM, 3G og 4G fjarskiptamerkja. Tvö kortanna, GSM skuggakort og 3G skuggakort, sýna skuggasvæði í útbreiðslu, þ.e. svæði þar sem erfitt eða ómögulegt er að ná sambandi. Þriðja kortið, 4G kortið, sýnir hins vegar hvar líklegast er að ná sambandi með þeirri tækni. Hafa ber í huga að kortin sýna merkjasendingar allra fjarskiptafyrirtækjanna og að upplifun notenda getur því verið mismunandi eftir því hjá hvaða fjarskiptafyrirtæki þeir eru. Hægt er að stækka kortin, allt niður í mælikvarðann 1:50 þúsund. Skuggasvæði sem eru innan við 500 m., þ.e. minnstu götin í dreifikerfum sjást þó ekki.
28. janúar 2014
PFS kallar eftir samráði um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir aðstöðuleigu (hýsingu)
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við yfirferð á kostnaðargreiningu Mílu ehf. á heildsölugjaldskrá fyrir aðstöðuleigu í húsum og möstrum og kallar eftir samráði um niðurstöðu kostnaðargreiningarinnar. Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningu Mílu ehf. með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í fyrirhugaðri ákvörðun stofnunarinnar (sjá meðfylgjandi samráðsskjal). Kostnaðargreiningin nær til hýsingar í húsum og möstrum. Leiga á aðstöðu í húsum er í samræmi við ákvörðun PFS nr. 41/2010 varðandi kostnaðargreiningu Mílu á verðskrá fyrir aðstöðuleigu (hýsingu). Í samræmi við þá ákvörðun var fyrirkomulagi við ákvörðun á leigu í möstrum endurskoðað og er nú leigueiningum skipt í fjóra flokka eftir stærð þeirra í fermetrum og staðsetningu í mastri. PFS samþykkir niðurstöðu Mílu hvað varðar breytingu á forsendum og aðferðarfræði vegna gjaldskrár fyrir leigu í möstrum. Þau afsláttarkjör sem gilda fyrir húsnæði skulu einnig gilda fyrir möstur.
6. janúar 2014
PFS framlengir samráðsfrest vegna markaða 6 og 7
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja frest hagsmunaaðila til að skila inn umsögnum og athugasemdum í samráði sem auglýst var þann 27. nóvember sl. um frumdrög að markaðsgreiningu á tveimur leigulínumörkuðum. Annars vegar er um að ræða heildsölumarkað fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6) og hins vegar smásölumarkað fyrir lágmarksframboð af leigulínum (markaður 7 skv. eldri tilmælum ESA).