Fréttasafn
6. maí 2014
Míla áfram með markaðsráðandi stöðu á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir nú ákvörðun sína nr. 8/2014, markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6 skv. tilmælum ESA frá 2008, var áður markaður 13). Niðurstaða PFS er að Míla er áfram með umtalsverðan markaðsstyrk á þessum markaði eins og fyrirtækið var með samkvæmt markaðsgreiningu árið 2007, sbr. ákvörðun PFS nr. 20/2007. Í framangreindri ákvörðun frá 2007 var Síminn einnig í umræddri stöðu en öll leigulínustarfsemi Símans á heildsölustigi hefur nú verið færð yfir til Mílu. Því er Síminn ekki útnefndur í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. Þær kvaðir sem lagðar voru á Mílu með umræddri ákvörðun frá 2007 halda því gildi sínu með tilteknum viðbótum með þessari nýju ákvörðun. Þrátt fyrir innkomu Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. og fleiri staðbundinna netrekenda er markaðshlutdeild Mílu enn um 70-80% samkvæmt algengustu viðmiðum um markaðshlutdeild og eru enn verulegar aðgangshindranir ríkjandi á viðkomandi markaði að mati PFS.
5. maí 2014
Námskeið á vegum PFS og ESA um ríkisstyrki vegna háhraða fjarskiptaneta
Nánar
Þann 21. maí nk. standa Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir stuttu námskeiði undir yfirskriftinni „Seminar on the application of state aid rules in relation to broadband networks“. Fulltrúar ESA, Emily O´Reilly og Ketill Einarsson munu fjalla um reglur ESA varðandi ríkisstyrki og þau viðmið sem notuð eru varðandi aðkomu ríkisins að uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta. Auk erinda verða umræður þar sem þátttakendum gefst kostur á að leggja fram spurningar
29. apríl 2014
Samráð við ESA um kostnaðargreiningu á verðskrá fyrir hýsingu
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun varðandi kostnaðargreiningu Mílu ehf. á verðskrá fyrir aðstöðuleigu (hýsingu). Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningu Mílu ehf. með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í fyrirhugaðri ákvörðun stofnunarinnar. Kostnaðargreiningin nær til hýsingar í húsum og möstrum. Leiga á aðstöðu í húsum er í samræmi við ákvörðun PFS nr. 41/2010, dags 30. desember 2010, varðandi kostnaðargreiningu Mílu á verðskrá fyrir aðstöðuleigu (hýsingu). Í samræmi við þá ákvörðun var fyrirkomulagi við ákvörðun á leigu í möstrum endurskoðað og er nú leigueiningum skipt í fjóra flokka eftir stærð þeirra í fermetrum og staðsetningu í mastri. PFS samþykkir niðurstöðu Mílu hvað varðar breytingu á forsendum og aðferðarfræði vegna gjaldskrár fyrir leigu í möstrum. Þau afsláttarkjör sem gilda fyrir húsnæði skulu einnig gilda fyrir möstur.
28. apríl 2014
Stærsta samevrópska netöryggisæfingin til þessa hefst í dag
Nánar
Í dag hefst samevrópska netöryggisæfingin Cyber Europe 2014 (CE2014). Um er að ræða mjög margbrotna netöryggisæfingu þar sem fleiri en 600 netöryggisaðilar, hvaðanæva úr Evrópu, leggja saman krafta sína. Þetta er fyrsti áfangi allsherjar netöryggisæfingarinnar Cyber Europe 2014 sem haldin er á vegum Netöryggisstofnunar Evrópusambandsins (ENISA). Tuttugu og níu ESB og EFTA lönd taka þátt í æfingunni að þessu sinni, Ísland þar á meðal.
23. apríl 2014
Síminn ekki lengur með umtalsverðan markaðsstyrk á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum
Nánar
Í dag birtir PFS ákvörðun sína nr. 7/2014, markaðsgreiningu á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum (áður markaður 7). Niðurstaða PFS er Síminn sé ekki lengur með umtalsverðan markaðsstyrk á þessum markaði eins og fyrirtækið var með skv markaðsgreiningu árið 2007, sbr. ákvörðun PFS nr. 20/2007. Þær kvaðir sem lagðar voru á Símann með þeirri ákvörðun eru því felldar niður með þessari nýju ákvörðun.
14. apríl 2014
Tölfræðiskýrsla PFS um íslenska fjarskiptamarkaðinn 2013 komin út
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú nýja tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað. Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um fjarskiptamarkaðinn fyrir árin 2011 – 2013. Skýrslunni er skipt upp eftir fastanetinu, farsímanetinu, internetinu og veltu og fjárfestingu á fjarskiptamarkaði.
3. apríl 2014
Samráð við ESA um markaðsgreiningu á leigulínumarkaði
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun er lýtur að markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6), en þann 21. mars sl.efndi PFS til samráðs við ESA um framangreindan markað.
1. apríl 2014
PFS heimilar Íslandspósti að fella niður sérstaka gjaldskrá fyrir blöð og tímarit
Nánar
Sérstök gjaldskrá fyrir blöð og tímarit hefur lengi verið hluti af þjónustuframboði Íslandspósts og þar á undan Póst- og símamálastofnun. Tilvist hennar byggði á sínum tíma á heimild í lögum þar sem Íslandspósti, sem einkaréttarhafa var gert að annast póstmeðferð utanáritaða dagblaða, vikublaða og tímarita samkvæmt sérstakri gjaldskrá, lægri en fyrir aðrar póstsendingar af sömu þyngd, stærð og umfangi, sbr. 14. gr. laga nr. 145/1996 um póstþjónustu.